Tveimur mótum er lokið á Hjólreiðahátíð Greifans. Um helgina var Enduro Akuureyri haldið, tveggja daga mót á Húsavík og Akureyri, og í gærkvöldi var criterium mót á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en mótið er jafnframt hluti af bikarmótaröð HRÍ.
Í Enduro Akureyri sigraði Vojtech Simek frá Tindi í A flokki karla, Jónas Stefánsson varð annar og Baldvin Gunnarsson varð þriðji en báðir eru í HFA. Í A-flokki kvenna sigraði Þórdís Björk Georgsdóttir frá BFH, Halla Jónsdóttir frá Tindi varð önnur og Aðalheiður Birgisdóttir frá BFH varð þriðja.
Í criterium varð Dennis van Eijk úr Víkingi hlutskarpastur í A flokki karla, Jón Arnar Óskarsson frá Tindi varð annar og Jóhann Dagur Bjarnason úr Grindavík varð þriðji. Í A flokki kvenna sigraði Elín Björnsdóttir og önnur varð Bríet Kristý Gunnarsdóttir, báðar frá Tindi. Í þriðja sæti varð Silja Jóhannesdóttir, frá HFA.
Nánari upplýsingar um úrslit í öðrum flokkum er að finna á www.timataka.net
Comments