Fyrsta hjólamót sumarsins á Akureyri var haldið í gær, þegar HFA og Akureyrardætur héldu Eyjó 1x2 mótið þar sem tvær vegalengdir voru í boði, 27km og 54km. Ræst var frá Leiru og endamarkið var einnig þar skammt frá.
Í 54 km var það Tryggvi Kristjánsson sem sigraði í karlaflokki og næstir á eftir honum voru Magnús Smári Smárason og Benedikt Halldórsson.
Í kvennaflokki var Silja Jóhannesdóttir fyrst í mark, Berglind Jónasardóttir varð önnur og Sigrún Kristín Jónsdóttir varð þriðja.
Í 27km í karlaflokki varð Hjalti Jónsson fyrstur í mark, Ríkarður Guðjónsson varð annar og Guðmundur Egill Gunnarsson varð þriðji.
Í 27km kvennaflokki var Anna Lilja Sævarsdóttir fyrst í mark, Martha Lilja Olsen var önnur og Sara Ómarsdóttir varð í þriðja sæti.
Comments