Fyrsti félagsfundur á nýju starfsári verður haldinn rafrænt með Zoom, miðvikudaginn 28. október kl. 20. Hlekk á skráningu má sjá hér að neðan.
Dagskráin er eftirfarandi:
-Pétur Ingi skipulagsstjóri Akureyrarbæjar kynnir nýtt stígaskipulag og tekur við spurningum
-Hafdís Sigurðardóttir segir ferðasöguna frá HM
-Hjólafatnaður merktur HFA
-Nefndir HFA
-Opin umræða um ýmisleg mál
Hægt er að senda inn spurningar varðandi þessi málefni eða önnur á stjorn@hfa.is og þær verða bornar upp á fundinum af fundarstjóra, en einnig er hægt að senda beiðni um málefni sem félagsmenn vilja ræða svo fundarstjóri verði meðvitaður um þau fyrir fundinn.
Hér er skráning á fundinn: https://zoom.us/meeting/register/tJArcO6orTIjGNzIw8RBphix02f0g5sXJvVQ
Að skráningu lokinni verður sendur hlekkur á netfang viðkomandi, sem vísar beint á fundinn.
Comentarios