top of page

Götuhjólaæfingar hefjast 17. maí

Götuhjólaæfingar HFA verða með svipuðu sniði sumarið 2021 líkt og síðustu sumur. Æft verður tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30. Fyrsta æfing verður 17. maí og sú síðasta 11. ágúst.

Hjólarar á öllum getustigum eru velkomnir og eru æfingarnar aðlagaðar að getu hvers og eins svo við hvetjum byrjendur jafnt sem lengra komna að skrá sig.


Æfingar eru 60-90 mínútna langar og eru mætingarstaðir mismunandi og tilkynntir í byrjun hverrar viku í sérstökum Facebook hópi, sem þátttakendur fá aðgang að. Einnig setja þjálfarar inn æfingarplan með viðbótaræfingum fyrir hverja viku svo fólk getur tekið sína æfingu þegar því hentar ef það kemst ekki á fyrirfram auglýstum tíma.

Aðalþjálfarar eru þau Hafdís Sigurðardóttir, landsliðskona í götuhjólreiðum og Hörður Finnbogason, þrautreyndur hjólreiðamaður. Verð fyrir allt sumarið er 26.990, en einnig er hægt að skrá sig í 4 vikur í senn fyrir 13.990 krónur.

Skráning fer fram á í gegnum félagakerfið Nóra, á slóðinni iba.felog.is Nánari leiðbeiningar um skráningu er að finna hér


Comments


bottom of page