HFA býður félagsmönnum sínum upp á námskeið þar sem farið er yfir grunnatriðin í viðhaldi hjóla, hvort sem þau eru götu- eða fjallahjól. Þórhallur Kristjánsson og Dagur Óskarsson, hjólaviðgerðar menn með meiru, fara yfir þessi atriði mánudagskvöldið 14. júní kl. 20 á verkstæði Tengis við Fjölnisgötu 6c.
Námskeiðið er frítt fyrir félagsmenn í Hjólreiðafélagi Akureyrar og eiga allir að hafa fengið afsláttarkóða í tölvupósti. Ef pósturinn hefur ekki borist má hafa samband við stjorn@hfa.is.
Fyrir aðra er gjaldið 1000kr.
Miðað er við að námskeiðið taki um 90 mín en þó má gera ráð fyrir tíma fyrir spjall eftir námskeiðið. Smelltu hér til að fara í skráninguna.
Farið verður yfir hvað er mikilvægt að yfirfara reglulega, hvernig á að þrífa hjólið, smyrja keðju, yfirfara bremsur og halda þeim góðum, hvenær þarf að blæða bremsur og stilla klossa. Grunnatriði í að yfirfara og stilla gíra. Hvenær er kominn tími til að endurnýja víra og barka, stillingar og viðhald á dempurum og hvernig á að skipta um slöngu og setja slöngulaus dekk.
Miðað er við að námskeiðið taki um 90 mín en gefinn er tími fyrir spjall eftir námskeiðið.
Comments