Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Hjólreiðahátíðar Greifans vegna samkomutakmarkana. Tveimur viðburðum sem áttu að vera á sunnudaginn 1.ágúst, Brekkusprettur og Kirkjutröppubrun hefur nú verið aflýst. Þeir sem þegar hafa skráð sig í Brekkusprett munu fá tölvupóst með upplýsingum um endurgreiðslu á mótsgjaldi. Önnur mót verða haldin samkvæmt dagskrá, en þó með þeim fyrirvara gera þurfi breytingar á skipulagi og fyrirkomulagi þeirra. HFA á í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið um hátíðina og þess er gætt að farið sé að öllum reglum. Nánari útfærslur á sóttvörnum verða sendar keppendum þegar nær dregur mótum.
Þá hefur skráningarfrestur í criterium verið framlengdur og er hann nú út mánudag, og skráningarfrestur í Gangamótið er út þriðjudag.
Comments