Barnastarf HFA verður starfrækt sumarið 2021, þriðja sumarið í röð.
Starfið er í mótun og verður þetta fyrsta sumarið sem við hyggjumst bjóða upp á æfingar á fjallahjólum fyrir 8-16 ára í allt sumar og eitthvað eftir að grunnskólarnir fara aftur af stað. Æfingar hefjast um það leiti sem grunnskólarnir klára í byrjun júní.
Æfingar hefjast 8. júní og eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:30-18:00, og fara fram innanbæjar, í Kjarnaskógi og í Hlíðarfjalli.
Mismunandi er eftir styrkleikahópum hvað verður gert en hópnum er skipt í þrjá hópa styrkleikahópa á hverri æfingu þar sem iðkendur fara í viðeigandi æfingar og áskoranir eftir getu og reynslu frekar en aldri.
Keppt er í greininni hérna í bænum en einnig verða farnar keppnisferðir út á land með þá krakka sem skara fram úr og vilja taka þátt í þessari krefjandi keppnisgrein
Yfirþjálfari eru Gunnar Jarl Gunnarsson.
Verð: 25.000 kr.
Skráning fer fram á í gegnum félagakerfið Nóra, á slóðinni iba.felog.is
Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þar skal ýta á hnappinn "Skráning í boði"
Þá birtist listi yfir öll þau námskeið sem í boði eru. Þar á lista ætti að vera Hjólreiðafélag Akureyrar, Fjallahjólaæfingar, Sumar 2021. Sjá mynd hér að neðan.
Hægt er að greiða með kreditkorti eða fá sendann greiðsluseðil í heimabanka.